Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. apríl 2014 09:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Þrír orðaðir við Man Utd
Powerade
Van Gaal er orðaður við Manchester United.
Van Gaal er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Hér er allt helsta slúðrið úr ensku blöðunum í dag.



Leikmenn Manchester United voru farnir að segja vinum sínum að David Moyes yrði rekinn fyrir 2-0 tapið gegn Everton á sunnudag. (Daily Mirror)

Manchester United þarf einunigs að borga upp eitt ár af samningi Moyes þar sem liðið komst ekki í Meistaradeildina. (Independent)

Jurgen Klopp, þjálfari Borussia Dortmund, er líklegastur til að taka við United. (Daily Mail)

Louis van Gaal vill taka við starfinu á Old Trafford. (The Sun)

Ryan Giggs gæti tekið alfarið við stjórastöðunni. (Daily Telegraph)

Real Madrid er tilbúið að selja Karim Benzema í sumar til að afla fjár og kaupa Luis Suarez frá Liverpool. (Daily Express)

Real Madrid gæti einnig selt Benzema og keypt Sergio Aguero. (Daily Mirror)

Everton mun reyna að kaupa Tom Cleverley miðjumann Manchester United í lok tímabilsins og reyna að framlengja samninginn við Romelu Lukaku sem hefur verið í láni. (Telegraph)

Framtíð Cesc Fabregas hjá Barcelona er í óvissu en stuðningsmenn liðsins bauluðu á hann gegn Athletic Bilbao um helgina. (The Sun)

Belgíski markvörðurinn Thibault Courtois er að ganga frá nýjum tveggja ára samningi við Chelsea. (Daily Mirror)

Umboðsmaður Thomas Vermaelen, varnarmanns Arsenal, segir að Napoli hafi áhuga á honum. (The Times)
Athugasemdir
banner
banner