banner
   þri 22. apríl 2014 17:35
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið vikunnar í enska - Ramsey og Podolski
Arsenal á tvo fulltrúa í liðinu að þessu sinni.
Arsenal á tvo fulltrúa í liðinu að þessu sinni.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Úrvalslið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni er klárt en að þessu sinni er það fengið frá Betfair.

Aaron Ramsey var frábær fyrir Arsenal um páskahelgina en hann er að sjálfsögðu í liðinu.



Markvörður - Vito Mannone (Sunderland)
Aftir hryllilega frammistöðu gegn Manchester City þá steig Mannone upp og var frábær á Stamford Bridge þegar Sunderland vann mjög óvæntan sigur á Chelsea.

Hægri bakvörður - Seamus Coleman (Everton)
Everton yfirspilaði Manchester United á sunnudag og það var mikill kraftur í Coleman.

Miðvörður - Steven Caulker (Cardiff)
Liðið náði í mikilvægt stig gegn Stoke og á enn raunhæfa möguleika á að bjarga sér.

Miðvörður - Nathan Baker (Aston Villa)
Hefur verið sveiflukenndur á tímabilinu en var frábær gegn Southampton.

Vinstri bakvörður - Leighton Baines (Everton)
Verður án vafa í byrjunarliði Englands á HM í sumar.

Varnarmiðjumaður - Mile Jedinak (Crystal Palace)
Átti miðjuna gegn West Ham. Hefur verið einn besti miðjumaður tímabilsins.

Miðjumaður - Aaron Ramsey (Arsenal)
Hvar væri Arsenal ef liðið hefði ekki þurft að vera án Ramsey í þrjá mánuði?

Sóknarmiðjumaður - Christian Eriksen (Tottenham)
Er alltaf að finna sig betur og betur með Tottenham.

Sóknarmiðjumaður - Raheem Sterling (Liverpool)
Hefur verið magnaður að undanförnu. Fagnaðarefni fyrir enska landsliðið.

Sóknarmiðjumaður - Lukas Podolski (Arsenal)
Hefur af og til átt frábæra leiki fyrir Arsenal. Leikurinn á sunnudag var dæmi um þannig leik.

Framherji - Wilfried Bony (Swansea)
Gerði gæfumuninn gegn Newcastle.

Sjá einnig:
Fyrri úrvalslið í enska boltanum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner