Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. apríl 2014 08:48
Magnús Már Einarsson
Willum verður aðstoðarþjálfari Breiðabliks (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Þórsson verður aðstoðarþjálfari Breiðabliks eftir að Guðmundur Benediktsson tekur við liðinu þann 2. júní.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, er að hætta með liðið til að taka við FC Nordsjælland í Danmörku.

Guðmundur, sem hefur verið aðstoðarmaður Ólafs, mun taka við liði Breiðabliks í kjölfarið.

Willum verður honum til aðstoðar en hann hefur verið í fríi frá fótbolta síðan hann tók sæti á Alþinig í fyrravor.

Willum lék á árum áður með Breiðabliki en hann hefur meðal annars þjálfað KR, Val, Keflavík og Leikni á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner