lau 22. apríl 2017 22:56
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
112 ára vera Leyton Orient á enda í ensku deildakeppninni
Mynd: Getty Images
Leyton Orient er ekki lið sem við heyrum nefnt á hverjum degi.

Liðið hefur leikið í ensku deildakeppninni í heil 112 ár, en í dag eftir 3-0 tap gegn Crewe var það ljóst að það féll úr ensku D-deildinni niður í utandeild.

Það er ekki langt síðan að þeir voru nánast komnir upp í ensku Championship deildina, en árið 2014 komust þeir í úrslitaleik umspilsins um sæti í deildinni þar sem þeir töpuðu í vítaspyrnukeppni.

Leikurinn í dag var 28 tapleikur liðsins á tímabilinu og þeir eru neðstir í ensku D-deidinni með 36 stig.

Leyton Orient leikur því í utandeild á næsta tímabili.



Athugasemdir
banner
banner
banner