lau 22. apríl 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andy Carroll aftur meiddur og spilar ekki í dag
Carroll er aftur meiddur.
Carroll er aftur meiddur.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Andy Carroll mun missa af leik West Ham gegn Everton í dag, en nárameiðsli hans tóku sig upp að nýju.

Slaven Bilic, stjóri West Ham, segir að Carroll hafi orðið fyrir meiðslunum þegar hann hitti ekki boltann í 2-2 jafntefli gegn Sunderland á Ljósvangi um síðustu helgi.

„Hann fann fyrir meiðslunum í byrjun leiksins," sagði Bilic við blaðamenn í dag, en þegar Carroll hitti ekki boltann rann hann fyrir fætur Andre Ayew sem kom West Ham á bragðið í leiknum.

„Við getum talað um það að hann hafi ekki hitt boltann eða stoðsendingu fyrir markið hjá Andre, en hann sagðist hafa fundið fyrir meiðslunum frá þeirri stundu."

„Hann fór í skoðun eftir leikinn, en þá kom í ljós að þetta væri ekki alvarlega, þó það alvarlegt að hann missi af leiknum (í dag)."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner