Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 22. apríl 2017 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besta ákvörðun Heaton að fara frá Man Utd
Heaton er einn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar.
Heaton er einn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Tom Heaton, markvörður Burnley, segir að sín besta ákvörðun á ferlinum hafi verið að fara frá Manchester United.

Heaton var á sínum tíma þriðji markvörður United, en árið 2010 ákvað hann að fara frá Old Trafford. Hann spilar í dag hjá Burnley þar sem hann hefur svo sannarlega slegið í gegn.

„Ég get skilið þetta frá hans (Ferguson) sjónarhorni," sagði Heaton um ákvörðun sína að fara frá United. „Hann fékk mig inn á skrifstofu til sín til að tala um nýjan samning, en ég var búinn að taka ákvörðun að það væri kominn tími fyrir mig að fara."

„Hann var ekki ánægður með þá ákvörðun hjá mér. Ég hafði verið þarna í 13 ár og ég var að ganga út um dyrnar á frjálsri sölu."

„Mér fannst eins og ég þyrfti að fara annað til þess að sanna mig. Mér fannst ég alltaf vera nógu góður, ég vildi bara fá reynslu."

„Þetta var örugglega besta ákvörðun sem ég hef tekið. Þetta var mín ákvörðun og ég stend með henni."
Athugasemdir
banner
banner