Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 22. apríl 2017 17:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Clement: Leikur sem við þurftum að vinna
Paul Clement var sáttur með sigurinn.
Paul Clement var sáttur með sigurinn.
Mynd: Getty Images
„Ég er mjög stoltur af liðinu í dag. Ég er líka mjög ánægður fyrir hönd stuðningsmanna," sagði Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea, eftir 2-0 sigur á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta var langþráður sigur fyrir Swansea sem er þó enn í fallsæti, tveimur stigum frá öruggu sæti.

„Mér fannst þetta vera leikur sem þurftum að vinna og Hull vann í dag þannig að það var rétt hjá mér," sagði Clement.

„Ef bilið hefði farið í fimm stig þegar fjórir leikir eru eftir, þá hefði verkefnið verið mjög erfitt fyrir okkur."

„Ekkert hefur breyst á milli okkar og Hull, en það sem hefur breyst er að við erum komnir á skrið. Við spiluðum stórkostlega. Við treystum á smá heppni, en við áttum sigurinn skilið."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner