Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. apríl 2017 09:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte: Ekki hægt að líta á Tottenham sem lítið lið
Conte og hans menn mæta Tottenham í dag.
Conte og hans menn mæta Tottenham í dag.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að ekki sé enn hægt að kalla Tottenham litla liðið (e. underdog) í toppbaráttunni á Englandi.

Spurs er fjórum stigum á eftir toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni þegar sex leikir eru eftir af mótinu.

Chelsea og Tottenham mætast í stórleik í undaúrslitum enska bikarsins í dag, en Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, sagði sitt litla liðið fyrir þann leik. Conte er ósammála kollega sínum.

„Það kemur augnablik þar sem þú verður að hætta að líta á þig sem litla liðið. Ég held að núna sé rétti tíminn," sagði Conte.

„Tottenham er stórt afl í enska boltanum. Þetta er þriðja árið þeirra (undir stjórn Pochettino) og ég held að núna sé rétti tíminn til þess að hætta að tala um þá sem litla liðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner