Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 22. apríl 2017 16:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Esbjerg-sigur í Íslendingaslag
Guðlaugur Victor og félagar unnu Horsens.
Guðlaugur Victor og félagar unnu Horsens.
Mynd: Getty Images
Horsens 1 - 3 Esbjerg
0-1 Anders Dreyer ('13 )
1-1 Thomas Kortegaard ('45 )
1-2 Konstantinos Tsimikas ('86 )
1-3 Robin Söder ('90 )

Esbjerg og Horsens mættust í eina leik dagsins í úrvalsdeildinni í Danmörku, en um Íslendingaslag var að ræða.

Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn fyrir Esbjerg, en Kjartan Henry Finnbogason og Elfar Freyr Helgason voru á bekknum hjá Horsens. Kjartan Henry kom inn á þegar stundarfjórðungur var eftir.

Þegar Kjartan Henry kom inn á var staðan 1-1, en hann átti að hjálpa Horsens að taka sigurinn. Það gekk hins vegar ekki upp þar sem Esbjerg skoraði tvö mörk í lokin og tók stigin þrjú.

Liðin eru í neðra umspilinu í Danmörku, í Riðli 1. Þar er Horsens í þriðja sæti af fjórum liðum og Esbjerg í því fjórða.
Athugasemdir
banner
banner