Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 22. apríl 2017 16:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Downing bað stuðningsmenn Middlesbrough afsökunar
Downing í leiknum í dag.
Downing í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
„Bournemouth á hrós skilið," varð það fyrsta sem Stewart Downing, leikmaður Middlesbrough, sagði eftir 4-0 tap gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Við vissum það alla vikuna að þeir byrja leiki af krafti, en við komumst aldrei í gang. Við getum aðeins kennt sjálfum okkur um."

Downing bað þá stuðningsmenn sem ferðuðust til að horfa á leikinn afsökunar á frammistöðu liðsins.

„Ég bið stuðningsmennina afsökunar, þeir ferðustu langa leið. Þeir hafa verið til fyrirmyndar allt tímabilið."

„Að mínu mati spilaði Bournemouth ekkert ótrúlega, við spiluðum frekar illa. Það er erfitt að taka þessu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner