lau 22. apríl 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Draumaliðsdeild Eyjabita - Adam Örn velur sitt lið
Lið Adams.  Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Lið Adams. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild Azazo
Adam Örn Arnarson.
Adam Örn Arnarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Eyjabiti
Skráning er í fullum gangi í Draumaliðsdeild Fótbolta.net og Eyjabita. Keppni í Pepsi-deild karla hefst sunnudaginn 30. apríl og hægt er að búa til lið fram að þeim tíma.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!

Adam Örn Arnarson, leikmaður Álasund, er búinn að stilla upp liði fyrir sumarið. Hér að neðan má sjá lið hans.

Draumalið Adams
Stefán Logi: Bara markmaður KR og með gríðarlega sterkt varnarlið fyrir framan sig og með Willum í stjórasætinu, ættu ekki að leka.

Böddi Löpp: Spilar líklegast sem wing-back í sumar og er alltaf að fara leggja upp slatta og halda hreinu. Held að Böddi setji líka nokkur með skalla í sumar.

Davíð Kristján: ALGJÖRT BARGAIN sem hann er í þessu fantasy. Lærði mikið frá síðasta tímabili í vinstri bakverði. Verður assist veisla og að fara setja nokkur, og í sterkri vörn Blika.

Morten Beck: Í KR vörninni og halaði inn stigum í fyrra.

Ívar Örn: Löpp að fara skila stigum

Martin Lund: Eyddi miklum pening í gæjann en æfði með honum smá í vetur og held að hann sé að fara skila stigum í geðveikri sókn Blika.

Höskuldur Gunnlaugs: Held að Höskuldur verði geggjaður í sumar, mjög fáir ef einhver betri kantmaður en Höski í gír.

Sigurður Egill: Get treyst á mörk og assist frá honum, safe pick.

Kristján Flóki: Búinn að vera funheitur og lítur út fyrir að vera með mikið sjálfstraust. Mun sýna hversu góður leikmaður hann er í sumar.

Tobias T: Lofaði mörkum í fjölmiðlum og hefur staðið við það so far síðan. Held hann standi við það og verður key player í fantasy liðinu mínu

Emil Lyng: Smá random pick þar sem ég veit ekkert alltof mikið um hann sem leikmann. Spilaði einu sinni á móti honum í DK og hann setti 1 í leiknum þannig ég set kröfu á að hann setji nokkur í sumar.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!

Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Eyjabita - Tómas Þór velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Kristinn Freyr velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Viðar Ari velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Árni Vill velur sitt lið
Draumaliðsdeild Eyjabita - Aron Þrándar velur sitt lið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner