Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 22. apríl 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dyche: Ekkert hefur breyst hjá Michael Keane
Keane gæti verið á förum frá Burnley í sumar.
Keane gæti verið á förum frá Burnley í sumar.
Mynd: Getty Images
Það hefur ekkert breyst hjá Michael Keane að mati stjóra hans hjá Burnley, Sean Dyche. Sagt var frá því í gær að Keane væri á förum frá Burnley í sumar, en Dyche segir að ekkert sé í kortunum.

Hinn 24 ára gamli Keane hefur átt flott tímabil í vörn Burnley og er á meðal þeirra sem koma til greina sem besti ungir leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir England í síðasta mánuði í vináttulandsleik gegn Þýskalandi. Þjóðverjar unnu leikinn 1-0.

„Hann er einbeittur á það sem er framundan og að spila vel fyrir félagið," sagði Dyche á blaðamannafundi í gær.

„Sannleikurinn er sá að ekkert hefur breyst. Það hefur ekkert lið haft samband við okkur. Við þurfum ekki að selja leikmenn okkar."

Everton, Tottenham og Liverpool eru öll sögð áhugasöm um Keane og þá hefur hans fyrrum félag, Man Utd, einnig verið nefnt.
Athugasemdir
banner
banner
banner