lau 22. apríl 2017 15:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Gylfi lagði upp í langþráðum sigri Swansea
Gylfi var með stoðsendingu í dag.
Gylfi var með stoðsendingu í dag.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp fyrra mark Swansea í 2-0 sigri á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn var mikilvægur fyrir Swansea.

Gylfi tók hornspyrnu sem fann hausinn á Fernando Llorente. Llorente hefur verið gagnrýndur, en hann svaraði með marki í dag.

Í seinni hálfleiknum fékk Stoke vítaspyrnu. Marko Arnautovic skaut yfir úr vítaspyrnunni og í næstu sókn skoraði Tom Carroll.

Þar við sat og lokatölur 2-0 fyrir Swansea. Þýðingarmikill sigur fyrir Svanina sem eru þó enn í fallsæti.

Ástæðan fyrir því er sú að Hull vann í dag. Þeir mættu Watford og unnu 2-0 þrátt fyrir að hafa verið einum færri frá 25. mínútu.

Bournemouth niðurlægði Middlesbrough, 4-0, og það voru engin mörk skoruð á Ólympíuleikvanginum í leik West Ham og Everton.

Bournemouth 4 - 0 Middlesbrough
1-0 Joshua King ('2 )
2-0 Benik Afobe ('16 )
3-0 Marc Pugh ('65 )
4-0 Charlie Daniels ('70 )
Rautt spjald: Gaston Ramirez, Middlesbrough ('20)

Hull City 2 - 0 Watford
1-0 Lazar Markovic ('62 )
2-0 Samuel Clucas ('71 )
Rautt spjald: Baye Oumar Niasse, Hull City ('25)

Swansea 2 - 0 Stoke City
1-0 Fernando Llorente ('10 )
1-0 Marko Arnautovic ('69 , Misnotað víti)
2-0 Tom Carroll ('70 )

West Ham 0 - 0 Everton

Hér að neðan má sjá stigatöfluna í deildinni, en það gæti tekið hana einhvern tíma að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner