Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 22. apríl 2017 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hefur ekki unnið í 43 leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni
Gestede á æfingu.
Gestede á æfingu.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Rudy Gestede, sem er á mála hjá Middlesbrough, hefur þurft að bíða lengur en flestir eftir sigri í ensku úrvalsdeildinni. Honum hefur ekki tekist að ná sigri í 43 leikjum í röð!

Middlesbrough hefur aðeins unnið fjóra leiki á öllu þessu tímabili og eru sex stigum frá öruggu sæti þegar jafnmargir leikir eru eftir.

Gestede kom til Boro á 6 milljónir punda í janúar. Hann hefur leikið 11 leiki fyrir félagið, en enginn sigur hefur komið úr þeim leikjum.

Síðasti sigur Gestede í ensku úrvalsdeildinni kom í opnunarleiknum á síðasta tímabili, en hann var áður á mála hjá Aston Villa. Í síðasta sigurleiknum skoraði hann sigurmarið í 1-0 sigri á Bournemouth.

Middlesbrough sækir Bournemouth einmitt heim í dag og það er spurning hvort Gestede nái að binda endi á þetta slæma gengi.
Athugasemdir
banner
banner
banner