lau 22. apríl 2017 21:18
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ítalía: Níu marka leikur hjá Fiorentina og Inter
Icardi skoraði þrennu, á myndinni má einnig sjá Handanovic markmann Inter.
Icardi skoraði þrennu, á myndinni má einnig sjá Handanovic markmann Inter.
Mynd: Getty Images
Fiorentina og Inter mættust í lokaleik dagsins á Ítalíu og úr varð mikil markaveisla, níu mörk voru skoruð.

Inter fór með 1-2 forystu inn í hálfleikinn, hlutirnir breytust heldur betur í seinni hálfleik.

Á 19 mínútna kafla í seinni hálfleik skoraði Fiorentina fjögur mörk og var komið í 5-2 eftir 79 mínútur.

Inter-menn voru ekki búnir að gefast upp og skoraði Mauro Icardi tvö mörk undir lok leiksins, en nær komust gestirnir ekki og lokastaðan 5-4 fyrir heimamenn í Fiorentina.

Atalanta og Bologna mættust fyrr í dag, þar var einnig skorað mikið. Atalanta leiddi 2-1 í hálfleik en Bologna tókst síðan að jafna á 61. mínútu.

Mattia Caldara skoraði svo sigurmark leiksins fyrir Atalanta þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum, lokastaðan 3-2 fyrir Atalanta.

Atalanta 3 - 2 Bologna
1-0 Andrea Conti ('3 )
2-0 Remo Freuler ('14 )
2-1 Mattia Destro ('16 )
2-2 Federico Di Francesco ('61 )
3-2 Mattia Caldara ('75 )

Fiorentina 5 - 4 Inter
1-0 Matias Vecino ('23 )
1-1 Ivan Perisic ('28 )
1-2 Mauro Icardi ('34 )
1-2 Federico Bernardeschi ('52 , Misnotað víti)
2-2 Davide Astori ('62 )
3-2 Matias Vecino ('64 )
4-2 Khouma Babacar ('70 )
5-2 Khouma Babacar ('79 )
5-3 Mauro Icardi ('88 )
5-4 Mauro Icardi ('90 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner