lau 22. apríl 2017 16:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikar kvenna: HK/Víkingur sigurvegari í Riðli 1
Stelpurnar í HK/Víking unnu Riðil 1
Stelpurnar í HK/Víking unnu Riðil 1
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
HK/Víkingur stóð uppi sem sigurvegari í Riðli 1 í C-deild kvenna í Lengjubikarnum eftir öruggan sigur á Álftanesi.

HK/Víkingur endar riðilinn með fullt hús stiga, en þetta var ljóst eftir 5-1 sigur gegn Álftanesi á Bessastaðavelli.

Í öðru sæti var sameiginlegt lið Aftureldingar og Fram, en þær unnu 3-2 endurkomusigur á ÍR í Mosfellsbæ.

Afturelding/Fram lenti 2-0 undir, en kom til baka og vann að lokum flottan 3-2 sigur og annað sætið þeirra.

HK/Víkingur eru komnar í undanúrslit, en Afturelding/Fram fer einnig áfram með bestan árangur í 2. sæti.

Lengjubikarinn - C-deild kvenna, Riðill 1
Álftanes 1 - 5 HK/Víkingur
0-1 Linda Líf Boama ('16 )
0-2 Linda Líf Boama ('28 )
0-3 Margrét Sif Magnúsdóttir ('36 )
1-3 Saga Kjærbech Finnbogadóttir ('55 )
1-4 Margrét Sif Magnúsdóttir ('62 )
1-5 Laufey Elísa Hlynsdóttir ('90 )

Afturelding/Fram 3 - 2 ÍR
0-1 Ástrós Eiðsdóttir ('60 )
0-2 Ástrós Eiðsdóttir ('70 )
1-2 Matthildur Þórðardóttir ('75 )
2-2 Sigrún Gunndís Harðardóttir ('85 )
3-2 Stefanía Valdimarsdóttir ('90 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner