Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. apríl 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Llorente gagnrýndur fyrir vinnuframlag - Clement til varnar
Llorente hefur fengið á sig gagnrýni upp á síðkastið.
Llorente hefur fengið á sig gagnrýni upp á síðkastið.
Mynd: Getty Images
Paul Clement, stjóri Swansea, hefur komið sóknarmanninum Fernando Llorente til varnar. Llorente hefur verið gagnrýndur fyrir lélegt vinnuframlag og fyrir að hlaupa ekki mikið.

Llorente, sem er fyrrum sóknarmaður Juventus og Sevilla, er markahæsti maður Swansea á tímabilinu með 11 mörk. Gylfi Þór Sigurðsson kemur næstur hjá liðinu með níu.

Hann hefur þó ekki skorað síðan byrjun mars og var hann m.a. gagnrýndur af Frank Lampard fyrir frammistöðu sína um síðustu helgi í 1-0 tapinu gegn Watford

„Ef þú vilt einhvern sem hleypur á bak við vörnina þá er það ekki Fernando," sagði Clement.

„Þú vilt að leikmennirnir leggi eins mikið á sig og að þeir hlaupi langar vegalengdir, en við höfum verið að gera það í síðustu leikjum."

„Þú getur samt ekki litið á leikmann sem er einangraður uppi á topp,
en ég sé það ekki alveg hjá Fernando að honum sé sama og að hann sé ekki að sýna ástríðu. Það er ekki satt."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner