Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 22. apríl 2017 09:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City ætlar að berjast um Griezmann
Powerade
Griezmann er orðaður við bæði liðin í Manchester-borg
Griezmann er orðaður við bæði liðin í Manchester-borg
Mynd: Getty Images
Tielemans er líklega á leið til Mónakó.
Tielemans er líklega á leið til Mónakó.
Mynd: Getty Images
Hér koma helstu slúðurmolarnir úr ensku blöðunum á þessum flotta laugardagsmorgni.



Zlatan Ibrahimovic (35), sóknarmaður Manchester United, gæti verið frá til ársins 2018, en óttast er að hann hafi slitið krossband í leik gegn Anderlecht í Evrópudeildinni. (Daily Mail)

Meiðsli Ibrahimovic eru svo slæm að ferill hans gæti verið búinn. (Daily Star)

Manchester United er nálægt því að kaupa varnarmanninn Michael Keane (24) aftur til félagsins - tveimur árum eftir að hafa selt hann til Burnley. (Daily Express)

Burnley er tilbúið að leyfa Keane að fara fyrir ekkert þegar samningur hans rennur út eftir 14 mánuði, ef rétta tilboðið kemur ekki í sumar. (Burnley Express)

Arsenal er að nálgast kaup á Arda Turan (30), tyrkneskum miðjumanni Barcelona, fyrir 20 milljónir punda. Hann á að leysa Mesut Özil (28) af hólmi, en samningur Özil rennur út 2018. (Sun)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur gert Antoine Griezmann (26), sóknarmann Atletico Madrid, að einu helsta skotmarki sínu fyrir sumarið. Hann mun berjast við nágranna City í United um undirskrift leikmannsins. (Daily Mail)

Stjóri United, Jose Mourinho, mun biðja um franska varnarmanninn Rapahel Varane (23) og spænska sóknarmanninn Alvaro Morata (24) frá Real Madrid í skiptum fyrir markamanninn David de Gea (26). (Sun)

Jurgen Klopp, sem stýrir Liverpool, mun nota Meistaradeildarfótbolta til þess að freista sóknarmannsins Alexandre Lacazette (25) hjá Lyon, miðjumannsins Naby Keita (22) hjá RB Leipzig og bakvarðarins Ryan Sessegnon (16) sem spilar með Fulham. (Daily Mirror)

Everton vill fá belgíska miðjumanninn Youri Tielemans (19) frá Anderlecht, en mun fá harða samkeppni frá Mónakó um hann. Hann er metinn á 20,9 milljónir punda. (Daily Telegraph)

Chelsea hefur líka áhuga á Tielemans, en franska úrvalsdeildarliðið Mónakó er nálægt því að landa honum. (Le 10 sport)

Crystal Palace er að íhuga að kaupa Jay Rodriguez (27), sóknarmann Southampton, en West Brom hefur líka áhuga. (Daily Mirror)

Bournemouth vill ekki útiloka að fá varnarmanninn John Terry (36) í sumar. Hann er á sínu síðasta tímabili hjá Chelsea. (Daily Echo)

Southampton vill fá Christopher Jullien (24), varnarmann Toulouse sem arftaka Virgil van Dijk, en sá gæti farið til Chelsea, Everton eða Liverpool á 50 milljónir punda. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner