lau 22. apríl 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Næsti leikur Bastia á bak við luktar dyr
Mynd: Getty Images
Franska liðið Bastia mun þurfa að leik næsta heimaleik sinn á bak við luktar dyr eftir ólæti stuðningsmanna í síðsta leik liðsins.

Bastia um síðustu helgi, en það þurfti að flauta þann leik af. Leiknum var seinkað um 55 mínútur vegna þess að stuðningsmenn Bastia ruddust inn á völlinn og réðust að leikmönnum Lyon sem þá voru að hita upp fyrir leikinn.

Eftir markalausan fyrri hálfleik var svo ákveðið að flauta leikinn af vegna þess að vandræðin brutust út aftur.

Næsti heimaleikur Bastia er gegn Rennes þann 29. apríl, en auk þess að vera á bak við luktar dyr þá mun hann ekki fara fram á Armand-Cesari-leikvanginum, heimavelli Bastia. Leikurinn mun fara fram á óháðum velli, sem tengist hvorugu liðinu.

Bastia er á botni frönsku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti, en stuðningsmenn liðsins hafa áður verið til vandræða. Fyrr á tímabilinu var liðinu gert að loka hluta af velli sínum í þrjá leiki eftir að hópur stuðningsmanna var með kynþáttarfordóma í garð Mario Balotelli.
Athugasemdir
banner
banner