Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 22. apríl 2017 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rojo og Zlatan verða lengi frá
Rojo var sárþjáður.
Rojo var sárþjáður.
Mynd: Getty Images
Marcos Rojo og Zlatan Ibrahimovic, leikmenn Manchester United, verða báðir lengi frá. Þeir urðu báðir fyrir krossbandsmeiðslum í leik gegn Anderlecht í Evrópudeildinni á fimmtudag.

Zlatan, sem er markahæsti leikmaður United á tímabilinu, lenti illa og sögur segja að ferli hans hjá rauðu djöflunum gæti verið lokið. Núgildandi samningur hans rennur út eftir tímabilið.

Rojo þurfti að fara af velli eftir 23 mínútur gegn Anderlecht eftir samstuð við leikmann belgíska liðsins. Hann verður lengi frá.

Meiðsli Rojo gera Jose Mourinho, stjóra Man Utd, erfitt fyrir í hjarta varnarinnar þar sem bæði Phil Jones og Chris Smalling eru frá.

Daily Blind og Eric Bailly eru einu miðverðir United sem eru heilir fyrir leikinn gegn Burnley á morgun, en á fimmtudaginn er grannslagur á Etihad-leikvanginum þegar United mætir City.

Sjá einnig:
Tryggvi Páll: Væri 'game over' hja´öðrum en Zlatan
Athugasemdir
banner
banner