Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 22. apríl 2017 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Scholes: Rashford getur orðið eins og Ronaldo og Neymar
Rashford er efnilegur.
Rashford er efnilegur.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United, telur að sóknarmaðurinn Marcus Rashford geti orðið stórstjarna.

Rashford hefur verið að vakna til lífsins upp á síðkastið, en hann er búinn að skora tíu mörk á tímabilinu, þar á meðal sigurmark gegn Anderlecht í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í vikunni.

„Rashford verður frábær framherji, það liggur enginn vafi á því," sagði Scholes í viðtali við BBC.

„Hraði hans er ótrúlegur. Hann er næstum því mikilvægasti leikmaður félagsins, 19 ára gamall."

Rashford hefur spilað 49 leiki á tímabilinu, bæði fyrir Man Utd og enska landsliðið eftir að hafa brotist út á síðasta tímabili.

„Hann hefur alltaf verið framherji. Þegar ég sá hann spila fyrir ungalingalið United, þá skoraði hann 30-40 mörk á tímabili. Ég veit að hann getur klárað færi og skorað mörk."

„Ég hef áhyggjur af því, vegna þess að hann er svo fljótur, að hann verði færður út á kantinn, sem er ekki slæmt. Þú lítur á feril Cristiano Ronaldo og leikmenn eins og Neymar, hann hefur þannig hæfileika. Hann getur orðið stórstjarna," sagði Scholes að lokum.
Athugasemdir
banner
banner