Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   lau 22. apríl 2017 10:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sun biðst afsökunar á greininni um Barkley
Ross Barkley.
Ross Barkley.
Mynd: Getty Images
Götublaðið The Sun hefur gefið út afsökunarbeiðni til Everton og Ross Barkley eftir grein þar sem fyrrum ritstjóri blaðsins, Kelvin MacKenzie, líkti honum við górillu.

Blaðið segist í afsökunarbeiðni sinni ekki hafa vitað af arfleið Barkley og þá segir einnig að ekkert illt hafi verið meint með greininni.

Afi Barkley var fæddur í Nígeríu og því vakti greinin hörð viðbrögð. Lögmenn Barkley höfðu samband við The Sun og lögðu inn formlega kvörtun vegna hennar.

Í greininni er Barkley gagnrýndur og honum líkt við „górillu í dýragarði". MacKenzie gefur það í skyn að Barkley sé heimskur.

MacKenzie, sá sem skrifaði greinina, var sendur í leyfi og greinin var tekin niður. Lögreglan hóf að rannsaka málið eftir að borgarstjóri Liverpool vakti athygli á greininni. Auk þess að gagnrýna Barkley þá talar MacKenzie illa um fólk í Liverpool.

Hér að neðan má lesa afsökunarbeiðnina.



Athugasemdir
banner
banner
banner