Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 22. apríl 2017 15:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Bayern tókst ekki að vinna Mainz
Thiago bjargaði stigi fyrir Bayern.
Thiago bjargaði stigi fyrir Bayern.
Mynd: Getty Images
Kruse skoraði fernu fyrir Werder Bremen.
Kruse skoraði fernu fyrir Werder Bremen.
Mynd: Getty Images
Fimm leikjum var að ljúka í þýsku úrvalsdeildinni nú fyrir stuttu. Risarnir í Bayern München misstigu sig í toppbaráttunni.

Þeir fengu Mainz í heimsókn og fyrir fram var búist við öruggum sigri Bæjara enda eiga þeir að vera með sterkasta liðið í þessari deild.

Annað kom á daginn og Mainz gaf þeim hörkuleik. Bojan Krkic, fyrrum leikmaður Barcelona, kom Mainz yfir eftir þrjár mínútur.

Arjen Robben jafnaði fyrir Bayern, en Mainz náði aftur forystunn áður en fyrri hálfleikurinn var úti. Staðan 2-1 í hálfleik fyrir Mainz.

Heimamenn náðu að jafna á 73. mínútu og það var annar fyrrum leikmaður Barcelona sem skoraði, Thiago Alcantara.

Bayern er núna níu stigum á undan RB Leipzig sem á leik til góða. Leipzig-menn eiga enn möguleika, þó hann sé mjög lítill.

Augsburg tapaði 3-1 án Alfreðs Finnbogasonar sem var í leikbanni. Augsburg er í fallbaráttu, en það vantaði mörkin hans Alfreðs í dag.

Hertha Berlín vann 1-0 gegn Wolfsburg, Darmstadt tók stigin þrjú á útivelli gegn Hamburger og Werder vann Ingolfstadt í fjörugum leik.

Bayern 2 - 2 Mainz
0-1 Bojan Krkic ('3 )
1-1 Arjen Robben ('16 )
1-2 Daniel Brosinski ('40 , víti)
2-2 Thiago Alcantara ('73 )

Hertha 1 - 0 Wolfsburg
1-0 Vedad Ibisevic ('59 )

Hamburger 1 - 2 Darmstadt
0-1 Aytac Sulu ('51 )
0-2 Felix Platte ('53 )
1-2 Fabian Holland ('90 , sjálfsmark)

Ingolstadt 2 - 4 Werder
1-0 Dario Lezcano ('32 )
1-1 Max Kruse ('45 , víti)
2-1 Pascal Gross ('62 , víti)
2-2 Max Kruse ('81 )
2-3 Max Kruse ('87 )
2-4 Max Kruse ('90 )

Eintracht Frankfurt 3 - 1 Augsburg
0-1 Jeffrey Gouweleeuw ('9 )
1-1 Marco Fabian ('78 )
2-1 Marco Fabian ('87 )
3-1 Ante Rebic ('90 )

Leikur Borussia Mönchengladbach og Dortmund hefst 16:30.

Hér að neðan má sjá stigatöfluna í deildinni, en það gæti tekið tekið hana einhvern tíma að uppfæra sig
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner