Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. apríl 2018 10:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bandaríkin: Enn bíður Gunnhildur eftir fyrsta sigrinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og stöllur hennar í Utah Royals bíða enn eftir fyrsta sigrinum í bandarísku deildinni.

Utan heimsótti North Carolina Courage, liðinu sem mætti Portland Thorns með Dagnýju Brynjarsdóttur innanborðs í úrslitaleik um meistaratitlinn í fyrra, í gærkvöldi.

Gunnhildur lék allan leikinn fyrir Utah, sem lenti snemma undir. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir heimastúlkum en þegar um 20 mínútur voru búnar af seinni hálfleiknum var Utah komið 2-1 yfir.

Hlutirnir eru fljótir að breytast í fótboltanum en Utah náði ekki að landa sigrinum því Crystal Dunn, fyrrum leikmaður Chelsea, jafnaði metin fyrir North Carolina á 80. mínútu.

Utah, sem er nýtt lið í þessari deild, hefur þrjú stig eftir fyrstu fjóra deildarleiki sína. Liðið hefur gert þrjú jafntefli.



Athugasemdir
banner
banner