sun 22. apríl 2018 16:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Endurtekning frá 2007 - Þá vann Mourinho með Chelsea
Drogba skoraði sigurmarkið 2007.
Drogba skoraði sigurmarkið 2007.
Mynd: Getty Images
Mourinho lyftir bikarnum sem stjóri Chelsea.
Mourinho lyftir bikarnum sem stjóri Chelsea.
Mynd: Getty Images
Ljóst er að Manchester United og Chelsea munu mætast í úrslitum enska bikarsins 2018.

Því er athyglisvert að rifja það upp hvenær þessi lið mættust síðast í úrslitaleik í þessari keppni.

Árið var 2007 og Chelsea hafði misst af Englandsmeistaratitlinum til Manchester United eftir að hafa unnið hann 2005 og 2006. Chelsea ætlaði ekki að leyfa Man Utd að vinna þennan titil líka.

Þetta var hörkuleikur sem fór í framlengingu. Eina markið sem lét sjá sig þennan dag kom á 116. mínútu og var það Didier Drogba sem gerði það fyrir Lundúnaliðið.

Þetta var fyrsti bikarmeistaratitill Chelsea í sjö ár og fyrsti leikurinn á hinum nýja Wembley.

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, var stjóri Chelsea á þessu tíma og hafði betur í rimmunni gegn Sir Alex Ferguson.

Nær Mourinho að vinna bikarinn aftur, nú sem stjóri United?

Chelsea 1 - 0 Man Utd - Wembley - 19. maí
1-0 Didier Drogba ('116)

Byrjunarlið Chelsea: Cech, Ferreira, Essien, Terry (c), Bridge, Makalele, Obi Mikel, Lampard, Wright-Phillips, Joe Cole, Drogba. (Varamenn: Cudicini, Ashley Cole, Robben, Diarra, Kalou)

Byrjunarlið Man Utd: Van der Sar, Brown, Ferdinand, Vidic, Heinze, Fletcher, Scholes, Carrick, Ronaldo, Giggs, Rooney. (Varamenn: Kuszczak, Evra, O'Shea, Smith, Solskjær)

Þess má geta að úrslitaleikurinn í ár fer líka fram 19. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner