Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. apríl 2018 10:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísrael: Loksins sigur hjá Viðari og félögum
Viðar í landsleik á dögunum.
Viðar í landsleik á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson lék 90 mínútur í gær þegar Maccabi Tel Aviv komst á sigurbraut í ísraelsku úrvalsdeildinni.

Maccabi fékk Bnei Yehuda í heimsókn og sigrinum var náð með tveimur mörkum með 10 mínútna millibili í seinni hálfleik. Lokaniðurstaðan var 2-0 sigur.

Þetta var mikilvægur sigur fyrir Maccabi sem hefur verið í miklum vandræðum upp á síðkastið. Fyrir leikinn í gær hafði liðið tapað í fjórum leikjum í röð.

„Við vorum í góðum málum þegar úrslitakeppnin byrjaði. Við töpuðum fyrsta leiknum klaufalega en síðan er tilkynnt að þjálfarinn sé að hætta. Svö töpum við aftur og þá hrynur allt saman," segir Viðar sem er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu.

Maccabi er í þriðja sæti deildarinnar en titilinn er svo gott sem runninn úr greipum liðsins.

Viðar Örn verður líklega ekki leikmaður Maccabi á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner