sun 22. apríl 2018 14:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Ellefu tapleikir í röð og Emil fær ekki að spila
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lazio vann og er áfram einu stigi á undan Inter.
Lazio vann og er áfram einu stigi á undan Inter.
Mynd: Getty Images
Icardi skoraði fyrir Inter.
Icardi skoraði fyrir Inter.
Mynd: Getty Images
Massimo Oddo verður líklega ekki þjálfari Udinese mikið lengur, það hlýtur eitthvað að fara að gerast í þeim málum.

Gengi Udinese að undanförnu hefur verið hreint út sagt hræðilegt. Liðið hefur tapað 11 leikjum í röð í ítölsku úrvalsdeildinni! Liðið tapaði í dag gegn Crotone á heimavelli.

Udinese komst yfir með marki Kevin Lasagna en Crotne jafnaði fljótlega og skoraði sigurmarkið þegar lítið var til leiksloka. Sigur Crotone staðreynd og liðið er komið upp úr fallsæti.

Udinese er bara í bullandi fallbaráttu, liðið er aðeins fjórum stigum frá fallsæti þegar fjórir leikir eru eftir. Þetta getur ekki verið boðlegt.

Emil Hallfreðsson var allan tímann á varamannabekknum í dag.

Það eru fjórir aðrir leikir búnir í dag. Inter hefur ekki gefist upp á Meistaradeildarsæti, liðið er einu stigi frá Lazio eftir 2-1 útisigur á Chievo í dag. Lazio vann á sama tíma 4-0 sigur á Sampdoria þar sem Sergej Milinkovic-Savic skoraði fyrsta markið. Sergej þessi hefur verið mikið orðaður við Manchester United.

Ciro Immobile skoraði tvö fyrir Lazio en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 29 mörk.

Atalanta vann 2-1 gegn Torino og Cagliari og Bologna gerðu markalaust jafntefli á heimavelli fyrrnefnda liðsins.

Hér að neðan eru úrslit og markaskorarar í þeim leikjum sem eru búnir á þessum sunnudegi.

Cagliari 0 - 0 Bologna

Udinese 1 - 2 Crotone
1-0 Kevin Lasagna ('6 )
1-1 Simy ('7 )
1-2 Davide Faraoni ('86 )

Chievo 1 - 2 Inter
0-1 Mauro Icardi ('50 )
0-2 Ivan Perisic ('61 )
1-2 Mariusz Stepinski ('90 )

Lazio 4 - 0 Sampdoria
1-0 Sergej Milinkovic-Savic ('32 )
2-0 Stefan de Vrij ('43 )
3-0 Ciro Immobile ('85 )
4-0 Ciro Immobile ('88 )

Atalanta 2 - 1 Torino
1-0 Remo Freuler ('53 )
1-1 Adem Ljajic ('56 )
2-1 Robin Gosens ('64 )

Í kvöld er stórleikur Juventus og Napoli. Hann hefst 18:45 og er sýndur beint á SportTv
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner