Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 22. apríl 2018 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rivaldo býst við að Neymar fari til Real
Mynd: Getty Images
Brasilíska goðsögnin Rivaldo hefur tjáð sig um framtíð Neymar, sem var keyptur til PSG fyrir metfé síðasta sumar.

Neymar er einn af bestu knattspyrnumönnum heims um þessar mundir og telur Rivaldo að framtíð hans liggi hjá Real Madrid.

„Neymar getur orðið besti leikmaður heims en það mun ekki gerast ef hann verður áfram hjá PSG," sagði Rivaldo við TV Globo.

„Hann verður að yfirgefa PSG. Það er mikið meiri samkeppni á Englandi, Spáni, Ítalíu og Þýskalandi.

„Neymar mun ekki fara aftur til Barcelona því ástandið þar var frekar erfitt fyrir hann.

„Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef þá finnst mér líklegt að Neymar fari til Real Madrid. Þar getur hann orðið besti leikmaður heims."


Rivaldo telur því líklegt að Neymar verði arftaki Cristiano Ronaldo hjá Real þrátt fyrir fjögurra ára veru í Barcelona.

Neymar yrði ekki sá fyrsti til að spila fyrir bæði félög og ekki yrði hann fyrsti Brassinn til að gera það heldur.
Athugasemdir
banner
banner