Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 22. apríl 2018 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salah í deilum við egypska knattspyrnusambandið
Salah er lykilmaður Egyptalands.
Salah er lykilmaður Egyptalands.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah og egypska knattspyrnusambandið eru í deilum er varða ímyndarrétt leikmannsins.

Ramy Abbas, umboðsmaður og lögmaður Salah, er ekki sáttur með að mynd af hinum 25 ára gamla Salah skuli prýða flugvél sem mun ferja egypska landsliðið á HM í sumar.

Fjarskiptafyrirtækið "WE" er styrktaraðili egypska landsliðsins og samkvæmt Liverpool Echo sér fyrirtækið um að skaffa flugvélina. Salah, hins vegar, er í samstarfi við keppinauta "WE" í Vodafone.

Abbas segir að málið sé alvarlegt og að það verði tekið hart á því, allir möguleikar verði skoðaðir.

Salah hefur sjálfur tíst um málið og segist styðja umboðsmann sinn.

Það er spurning hvort þetta komi til með að hafa einhver áhrif á HM en Salah er algjör lykilmaður í liði Egypta. Hann er búinn að eiga algjörlega magnað tímabil með Liverpool og ef Egyptaland ætlar sér að gera góða hluti í Rússlandi þarf Salah að vera í toppformi.



Athugasemdir
banner
banner
banner