Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. apríl 2018 21:53
Ívan Guðjón Baldursson
Sarri gaf stuðningsmönnum puttann: Var að svara hrákum
Massimiliano Allegri og Maurizio Sarri eru góðir félagar.
Massimiliano Allegri og Maurizio Sarri eru góðir félagar.
Mynd: Getty Images
Napoli heimsótti Juventus og bar sögulegan sigur úr býtum þökk sé skallamarki frá Kalidou Koulibaly eftir hornspyrnu á lokamínútum leiksins.

Lærisveinar Maurizio Sarri eru í öðru sæti, einu stigi eftir Juventus þegar fjórar umferðir eru eftir. Juventus hefur orðið Ítalíumeistari síðustu sex árin og er titillinn í hættu á lokasprettinum. Liðið á eftir að spila útileiki við Inter og Roma, á meðan Napoli heimsækir Fiorentina og Sampdoria.

Fyrir leik liðanna náðist Sarri á mynd þar sem hann er í liðsrútu Napoli og gefur stuðningsmönnum Juventus puttann. Hann var spurður út í málið að leikslokum.

„Ég var að svara hópi fólks sem hrækti á rútuna og hreytti í okkur ódæðisorðum fyrir að vera frá Napólí. Ég myndi aldrei gefa neinum puttann fyrir það eitt að vera stuðningsmaður Juventus," sagði Sarri að leikslokum.

„Langflestir stuðningsmenn Juventus eru frábærar manneskjur og það var einn hérna á hótelinu okkar sem við hlógum með. Ég hef ekkert á móti stuðningsmönnum Juve, bara þeim sem hræktu á rútuna okkur og móðguðu okkur."

Napoli stjórnaði leiknum algjörlega og sáu heimamenn sjaldan til sólar. Gianluigi Buffon átti góðan leik, sem og restin af vörn Juve.

„Auðvitað mættum við hingað til að stjórna leiknum. Við gerum það alltaf. Það hefði verið guðlast að koma hingað til að verjast.

„Ég er stoltur af strákunum, þeir hafa vaxið mikið. Við spiluðum án hræðslu á einum erfiðasta leikvangi í Evrópu og það segir mikið til um gæði okkar og þroska."

Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner