Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 22. apríl 2018 18:29
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn Napoli og Juve mættust á götum Tórínó
Þjálfari Napoli gaf stuðningsmönnum Juve puttann
Mynd: Getty Images
Juventus tekur á móti Napoli í toppslag ítölsku deildarinar í kvöld. Fjögur stig skilja liðin að á toppinum þegar fimm umferðir eru eftir.

Heimamenn eru með forystuna í deildinni enda unnu þeir fyrri viðureign liðanna í Napólí í desember.

Það hafa verið mikil bulluvandamál á Ítalíu í gegnum tíðina en hlutirnir róuðust heldur betur niður eftir að ungur stuðningsmaður Lazio var skotinn til bana fyrir áratugi síðan.

Stemningin meðal áhorfenda er talsvert betri í dag þar sem fólk óttast ekki lengur að mæta á völlinn. Hér fyrir neðan er hægt að sjá fullkomið dæmi, þar sem suðrið mætir til norðursins og því er slegið upp í gleðskap.

Enn neðar er þó hægt að sjá Maurizio Sarri, skrautlegan þjálfara Napoli, gefa stuðningsmönnum Juventus puttann.







Athugasemdir
banner
banner