Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 22. apríl 2018 23:07
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn yfirgáfu bifreiðar - Lögreglan komin í spilið
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er heljarinnar veisla í gangi í Napólí eftir sögulegan sigur á Juventus í ítölsku titilbaráttunni.

Fólk frá Napólí er þekkt fyrir að vera afar heitttrúað og er knattspyrna á sama stalli og trúarbrögð fyrir fjölmörgum íbúum borgarinnar.

Gleðin var því taumlaus þegar Kalidou Koulibaly gerði sigurmark Napoli á Juventus Stadium fyrr í kvöld.

Íbúar borgarinnar keppast við að sprengja flugelda líkt og það séu áramót og hafa þúsundir stuðningsmanna þegar flykkst að flugvellinum til að taka á móti hetjunum sínum.

Það myndaðist svo mikil umferðarteppa á leiðinni að flugvellinum að fólk ákvað að yfirgefa bifreiðar sínar og ganga að áfangastað.

Lögreglan mun eiga í gríðarlegum erfiðleikum með að leysa úr stöðu mála þar sem leikmenn liðsins yrðu fastir á flugvellinum eftir lendingu vegna teppunnar. Búist er við að hún fresti lendingartímanum til að ná stjórn á aðstæðum.

Áætluð lending er skömmu eftir miðnætti og því minnst klukkutími í heimkomu. Hér fyrir neðan er hægt að sjá stemninguna sem ríkir í borginni, ástandið á flugvellinum er líklega svipað.


Athugasemdir
banner
banner