banner
   sun 22. apríl 2018 18:21
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Köln frestar fallinu - Endurkoma gegn Schalke
Mynd: Getty Images
Köln 2 - 2 Schalke
0-1 Breel Embolo ('5)
0-2 Yehven Konoplyanka ('23)
1-2 Leonardo Bittencourt ('26)
2-2 Marcel RIsse ('83)

Þýska tímabilið hefur verið ansi skrítið á margan hátt, það sem kemur þó helst á óvart er að Köln mun líklega enda tímabilið á botninum.

Köln hefur sýnt frábærar rispur á tímabilinu eftir að hafa náð 5. sæti í fyrra. Liðið hefur þurft að glíma við ótrúleg meiðslavandræði og hefur átt frábæra leiki inn á milli en er átta stigum frá öruggu sæti eftir 2-2 jafntefli við toppbaráttulið Schalke í dag.

Breel Embolo og Yehven Konoplyanka komu Schalke yfir snemma leiks og minnkaði Leonardo Bittencourt muninn skömmu síðar.

Bæði lið fengu góð færi til að skora og voru gestirnir frá Schalke meira ógnandi. Það var þó Marcel Risse sem náði að jafna fyrir heimamenn á lokakaflanum.

Schalke er í öðru sæti eftir jafnteflið, sjö stigum fyrir ofan evrópudeildarbaráttuna þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner