banner
   sun 22. apríl 2018 12:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Velkominn aftur Alfreð Finnbogason"
Mynd: Getty Images
Gleðitíðindi. Alfreð Finnbogason hefur hrist af sér meiðsli og er kominn aftur í byrjunarlið Augsburg.

Alfreð hefur verið að glíma við kálfameiðsli og hefur ekkert spilað síðan í lok janúar. Hann snýr aftur í dag sem frábær tíðindi fyrir Augsburg og íslenska landsliðið.

„Velkominn aftur Alfreð Finnbogason," var skrifað á Twitter-síðu Augsburg er byrjunarliðið var tilkynnt. Alfreð kemur beint inn í byrjunarliðið eftir að hafa jafnað sig.

Augsburg er að fara að spila gegn Mainz á heimavelli en liðið hefur verið á niðurleið í töflunni eftir að Alfreð meiddist. Liðið er í 11. sæti.

Alfreð var búinn að vera frábær fyrir Augsburg áður en hann meiddist en hann er kominn með 11 mörk í þýsku úrvalsdeildinni. Vonandi nær hann að enda tímabilið vel og koma á blússandi siglingu inn í landsliðið fyrir HM í Rússlandi í sumar.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner