Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 22. apríl 2018 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatan ekki enn búinn að tala við manninn sem ræður
Zlatan í spjallþættinum Jimmy Kimmel Live. Þar sagði hann, „HM án mín væri ekki HM.
Zlatan í spjallþættinum Jimmy Kimmel Live. Þar sagði hann, „HM án mín væri ekki HM.
Mynd: Jimmy Kimmel - Skjáskot
Sóknaraðurinn Zlatan Ibrahimovic hefur ýjað að því að hann muni taka lansliðsskóna fram af hillunni og spila með Svíþjóð á HM í sumar.

Zlatan hætti með landsliðinu eftir EM í Frakklandi en hann gæti snúið aftur á HM í sumar.

Zlatan hefur talað um að enginn geti komið í veg fyrir að hann muni taka þátt í mótinu ef hann kjósi að gera það, samt á þessi 36 ára gamli leikmaður eftir að tala við landsliðsþjálfarann.

„Hann hefur ekki enn talað við mig um að hann vilji spila," segir Janne Andersson, landsliðsþjálfari Svía.

„Þegar hann er búinn að ákveða sig, þá má hann hringja í mig og tala við mig um það."

Zlatan fór á dögunum í athyglisvert viðtal í spjallþættinum Jimmy Kimmel Live. „Ég fer á HM, ég segi ekki meira en það," sagði hann við Jimmy Kimmel.
Athugasemdir
banner
banner
banner