mán 22. maí 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brighton býður Stockdale og þremur öðrum nýjan samning
Stockdale er með samningstilboð á borðinu.
Stockdale er með samningstilboð á borðinu.
Mynd: Getty Images
Brighton, sem vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á dögunum, hefur boðið markverðinum David Stockdale nýjan samning, en þrír leikmenn viðbótar eru einnig með samningstilboð á borðinu.

Stockdale, sem er 31 árs gamall, spilaði alla leiki nema einn í Championship-deildinni í vetur.

Brighton vill halda honun, en félagið hefur einnig boðið varamarkverðinum Niki Maenpaa, bakverðinum Gaetan Bong og miðjumanninum reynda Steve Sidwell nýja samninga.

Varnarmaðurinn Vegard Forren og sóknarmaðurinn Chris O'Grady fá ekki nýja samninga og munu ekki spila með liðinu í úrvalsdeildinni.

„Við vonumst til þess að þessir fjórir leikmenn sem voru boðnir nýjir samningar verði með okkur á næsta tímabili, á okkar fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni," sagði Chris Houghton, stjóri Brighton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner