Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 22. maí 2017 19:04
Magnús Már Einarsson
Valsvelli
Byrjunarlið Vals og KR: Kristinn og Aron Bjarki koma inn
Kristinn Ingi kemur inn í byrjunarlið Vals.
Kristinn Ingi kemur inn í byrjunarlið Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Bjarki byrjar hjá KR.
Aron Bjarki byrjar hjá KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og KR mætast í Reykjavíkurslag í Pepsi-deildinni klukkan 20:00. Valsmenn eru með sjö stig eftir þrjár umferðir í Pepsi-deildinni en KR-ingar eru með sex. Bæði lið gera eina breytingu á byrjunarliðunum frá því í síðasta deildarleik.

Kristinn Ingi Halldórsson, framherji Vals, hefur misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla en hann kemur aftur inn í liðið í dag á kostnað Nikolaj Hansen.

Gunnar Þór Gunnarsson er fjarri góðu gamni hjá KR og Aron Bjarki Jósepsson kemur inn í vörnina fyrir hann. Garðar Jóhannsson er einnig í hópnum í fyrsta skipti á tímabilinu en hann hefur verið meiddur.

Eiður Aron Sigurbjörnsson er ekki í hóp hjá Val í dag. Varnarmaðurinn öflugi er kominn með leikheimild en er hvergi sjáanlegur í dag. Eiður spilaði lítið með Holstein Kiel undanfarna mánuði og er ekki í góðri leikæfingu. Miðjumaðurinn Sindri Björnsson er heldur ekki í hóp í dag. Góð breidd hjá Valsmönnum.

Beinar textalýsingar:
19:15 FH - Fjölnir
19:15 ÍA - Grindavík
20:00 Valur - KR

Byrjunarlið Vals:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson
7. Haukur Páll Sigurðsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson
10. Guðjón Pétur Lýðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen
14. Arnar Sveinn Geirsson
16. Dion Acoff
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Byrjunarlið KR:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Morten Beck
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson
10. Pálmi Rafn Pálmason
11. Tobias Thomsen
16. Indriði Sigurðsson
17. Kennie Chopart
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson

Beinar textalýsingar:
19:15 FH - Fjölnir
19:15 ÍA - Grindavík
20:00 Valur - KR
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner