mán 22. maí 2017 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cuadrado keyptur til Juventus (Staðfest)
Cuadrado mun spila með Juventus næstu árin.
Cuadrado mun spila með Juventus næstu árin.
Mynd: Getty Images
Juventus hefur gengið frá kaupum á Juan Cuadrado frá Chelsea. Talið er að kaupverðið á honum hljóði upp á 20 milljónir evra.

Cuadrado hefur undanfarin tvö tímabil verið á láni hjá Juve, en nú er það ljóst að hann verður áfram. Hann skrifaði undir til þriggja ára.

„Juventus hefur ákveðið að kaupa Juan Guillermo Cuadrado Bello," segir félagið í yfirlýsingu sem var gefin út fyrir stuttu.

„Juventus og leikmaðurinn hafa skrifað undir samning til 2020."

Cuadrado gekk í raðir Chelsea árið 2015 eftir flotta frammistöðu með Fiorentina. Hann náði ekki að heilla í Lundúnum og var lánaður.

Hann fór til Juventus þar sem hann hefur spilað vel. Cuadrado hefur skorað átta mörk í 83 leikjum fyrir Ítalíumeistarana.
Athugasemdir
banner
banner
banner