Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 22. maí 2017 23:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Elmari skipt af velli í jafntefli
Theódór Elmar var tekinn af velli.
Theódór Elmar var tekinn af velli.
Mynd: Getty Images
Viborg 2 - 2 AGF
1-0 Jung-Bin Park ('10)
1-1 Morten Duncan Rasmussen ('15)
1-2 Kasper Junker ('68)
2-2 Serge Deble ('89)

Landsliðsmaðurinn Theódór Elmar Bjarnason var í byrjunarliðinu hjá AGF sem sótti Viborg heim í fall-umspilinu í Danmörku í dag.

Jung-Bin Park kom Viborg yfir á tíundu mínútu, en gestirnir frá Árósum náðu tveimur mörkum inn og komust yfir.

Seinna mark AGF kom á 68. mínútu, en Theódór Elmar var tekinn af velli þegar tíu mínútur voru til leiksloka.

Þetta átti eftir að reynast dýrkeypt fyrir AGF þar sem Serge Deble jafnaði fyrir Viborg þegar lítið var eftir.

Lokatölur urðu 2-2, en þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um að halda sæti í dönsku úrvalsdeildinni.

Björn Daníel Sverrisson spilaði ekki í dag, hann tók út leikbann.
Athugasemdir
banner
banner
banner