Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. maí 2017 19:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sturridge ánægður hjá Liverpool - „Þurfum ekkert að ræða"
Sturridge er ekki á förum.
Sturridge er ekki á förum.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Daniel Sturridge er ánægður í herbúðum Liverpool og hann segist ekkert þurfa að ræða við félagið um framtíð sína.

Sturridge hjálpaði liðinu að enda í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-0 sigri á Middlesbrough í gær.

Hann byrjaði leikinn í gær, en þetta var aðeins sjöundi leikurinn sem hann byrjaði í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Sögusagnir segja að hann sé á förum, en hann segir að svo sé ekki.

„Félagið þarf að taka ákvörðun, ég sjálfur er að njóta þess að spila fótbolta. Mitt starf er að fara út á völl og gera mitt besta," sagði Sturridge í viðtali við Sky Sports.

„Það er í rauninni ekkert sem þarf að ræða. Ég á tvö ár eftir af samningi mínum og ég er ánægður hérna."

Hann viðurkennir að hann hefði viljað spila meira.

„Ég hefði viljað spila meira, en ég er þakklátur félaginu fyrir tækifærin og stjórinn hefur verið mjög góður við mig."
Athugasemdir
banner
banner
banner