Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 22. maí 2017 10:15
Magnús Már Einarsson
Fyrrum markvörður Hattar byrjaði - Náði ekki að stöðva Vardy
Allsop reynir að stöðva Jamie Vardy en án árangurs.
Allsop reynir að stöðva Jamie Vardy en án árangurs.
Mynd: Getty Images
Ryan Allsop, fyrrum markvörður Hattar á Egilsstöðum, var í byrjunarliði Bournemouth gegn Leicester í 1-1 jafntefli liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.

Hinn 24 ára gamli Allsop spilaði með Hetti í 1. deildinni fyrri hluta sumars 2012 og stóð sig mjög vel.

Allsop hefur verið varamarkvörður Bournemouth síðan Adam Federici meiddist illa á hné í janúar. Artur Boruc, aðalmarkvörður Bournemouth, gat ekki spilað í gær vegna meiðsla og því fékk Allsop sénsinn.

Allsop átti fínan dag en hann gat lítið gert í marki Leicester sem Jamie Vardy skoraði af stuttu færi.

„Mér fannst ég standa mig vel. Ég var svolítið ryðgaður en ég komst inn í leikinn og sjálfstraustið jókst. Heilt yfir er ég ánægður," sagði Allsop eftir leik.

Þetta var annar leikur Allsop í ensku úrvalsdeildinni en hann kom inn á sem varamaður í 3-3 jafntefli gegn Everton í nóvember árið 2015.
Athugasemdir
banner
banner