Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. maí 2017 16:25
Elvar Geir Magnússon
Goal velur úrvalslið Evrópu - Sanchez í liðinu
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez.
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Vefsíðan Goal.com hefur verið að velja úrvalslið tímabilsins í stærstu deildum Evrópu að undanförnu. Við greindum frá því í síðustu viku að Cristiano Ronaldo hafi ekki verið valinn í úrvalslið spænsku deildarinnar.

Nú hefur vefurinn púslað saman sameiginlegu úrvalsliði úr Evrópudeildunum en þessir hlutu náð fyrir augum dómnefndar:

GIANLUIGI BUFFON (Juventus)
Í gær vann Buffon sinn áttunda skráða Ítalíumeistaratitil. Tveir voru felldir niður vegna Ítalíuskandalsins.

ANDREA CONTI (Atalanta)
23 ára vængbakvörður sem hefur verið duglegur við markaskorun og er eftirsóttur af stærri félögum.

CESAR AZPILICUETA (Chelsea)
Sýndi ótrúlega mikinnj stöðugleika á meistaratímabili Chelsea.

DIEGO GODIN (Atletico Madrid)
Varnarmaður af gamla skólanum sem hikar aldrei.

MARCELO (Real Madrid)
Besti vinstri bakvörður heims.

THIAGO ALCANTARA (Bayern München)
Laus við meiðslin og hefur sýnt af hverju Pep Guardiola lagði áherslu á að fá hann.

N'GOLO KANTE (Chelsea)
Engin tilviljun að hann hefur tvö ár í röð orðið Englandsmeistari.

BERNARDO SILVA (Mónakó)
Besti leikmaður frönsku deildarinnar í vetur.

LIONEL MESSI (Barcelona)
Þeir sem héldu að Messi væri kominn yfir sitt besta skjátluðust.

ALEXIS SANCHEZ (Arsenal)
Hvar væri Arsenal án hans?

KYLIAN MBAPPE (Mónakó)
Einstaklega hæfileikaríkur sóknarmaður.
Athugasemdir
banner
banner