Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. maí 2017 15:34
Magnús Már Einarsson
Græddu vel á skiptingu Terry
Skiptingin í gær var óvenjuleg.
Skiptingin í gær var óvenjuleg.
Mynd: Getty Images
Nokkrir aðilar græddu á því að veðja á að John Terry yrði skipt af velli á 26. mínútu í kveðjuleik sínum með Chelsea gegn Sunderland í gær.

Hinn 36 ára gamli Terry hefur leikið í treyju númer 26 hjá Chelsea og á 26. mínútu í gær var honum skipt af velli.

Bæði lið klöppuðu fyrir Terry þegar hann fór af velli og stuðningsmenn Chelsea fögnuðu honum ákaft.

Stuðullinn á að Terry yrði skipt af velli var 100 og veðbankar í Englandi hafa í dag borgað nokkrum aðilum sem veðjuðu á að varnarmaðurinn færi af velli á 26. mínútu.

David Moyes, stjóri Sunderland, staðfesti eftir leikinn í gær að liðið hefði samþykkt að boltanum yrði sparkað út af á 26. mínútu til að skiptingin gæti farið fram þá.
Athugasemdir
banner
banner