Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. maí 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: De Bruyne verður að nýta færin sín betur
Þarf að skora meira.
Þarf að skora meira.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, ætlar að skora fleiri mörk á næstu leiktíð, hann vill sérstaklega fá fleiri mörk frá Kevin de Bruyne.

Guardiola segir að helsti veikleikinn hjá sínu liði á þessu tímabili hafi verið nýtingin fyrir framan markið; hún hafi alls ekki verið góð!

Flestir bjuggust við því að City yrði enskur meistari eftir að Guardiola var ráðinn, en liðið hefur ollið vonbrigðum á tímabilinu.

„Ég hef lært að þú þarft að skora fleiri mörk," sagði Guardiola. „Við höfum sérstaklega tapað mörgum stigum á heimavelli."

„Við þurfum að spila betur til þess að skapa fleiri færi til þess að skora fleiri mörk. Þá verður bilið á Chelsea og Tottenham minna."

Guardiola segir að de Bruyne verði að nýta sín færi betur. Hann hefur skorað fimm mörk, en boltinn hefur oftar farið í tréverkið hjá honum. Guardiola segir að þetta skipti sköpum fyrir liðið.

„Kevin de Bruyne hefur hitt í tréverkið 10, 11, 12 sinnum. Ef hann hefði skorað í þessum stöðum þá værum við kannski með sjö eða átta stigum meira," sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner