Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. maí 2017 20:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Botnliðið vann sinn þriðja leik
Úr leiknum.
Úr leiknum.
Mynd: Getty Images
Pescara 2 - 0 Palermo
1-0 Robert Muric ('15 )
2-0 Alexandru Mitrita ('87 )

Botnlið Pescara vann Palermo í eina leik kvöldsins í ítölsku úrvalsdeildinni. Þetta var síðasti leikurinn í 37. umferð deildarinnar.

Pescara og Palermo eru bæði fallin úr deildinni og því að litlu að keppa fyrir liðin. Það er ljóst að Pescara mun enda á botninum og Palermo verður í sætinu fyrir ofan, í því næst-neðsta.

Í dag var það Pescara sem hafði betur. Hinn króatíski Robert Muric skoraði fyrsta markið eftir stundarfjórðung og þegar lítið var eftir bætti Alexandru Mitrita við öðru marki.

Lokatölur urðu 2-0 fyrir Pescara, en þessi úrslit breyta eins og áður segir ekki miklu fyrir stöðu liðanna í deildinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner