Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. maí 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karanka: Ég vil vera áfram á Englandi
Gæti tekið við Jóni Daða og félögum
Karanka vill áfram þjálfa á Englandi.
Karanka vill áfram þjálfa á Englandi.
Mynd: Getty Images
Aitor Karanka, fyrrum stjóri Middlesbrough, vill halda áfram að starfa á Englandi, en hann stefnir á að fá annað starf á næstunni.

Karanka er líklegastur hjá veðbönkum til að taka við sem nýr stjóri Wolves, en þar er Jón Daði Böðvarsson á meðal leikmanna.

„Ég sagði það þegar ég yfirgaf Middlesbrough að ég vildi vera áfram á Englandi," sagði hinn spænski Karanka.

„Ég þekki fótboltann hérna og ég þekki spænska fótboltann. Ég nýt fótboltans hérna og ég vil vera hér áfram."

„Ég þarf að taka rétta skrefið. Þegar ég fór til Middlesbrough þá taldi ég að það væri fullkomið fyrsta skref. Það var rétt hjá mér á þeim tímapunkti og ég þarf að taka rétta ákvörðun aftur núna."

Karanka hætti hjá Middlesbrough í mars, en hann tók þá sameiginlega ákvörðun með stjórn félagsins. Liðið féll á dögunum úr ensku úrvalsdeildinni og mun spila í Championship á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner