Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. maí 2017 11:02
Magnús Már Einarsson
Kristján: Halldór í markinu meðan hann stendur sig svona
Halldór Páll glaður eftir sigurinn í gær.
Halldór Páll glaður eftir sigurinn í gær.
Mynd: Raggi Óla
Hinn 22 ára gamli Halldór Páll Geirsson hefur gripið tækifærið í marki ÍBV í síðustu tveimur leikjum liðsins í Pepsi-deildinni.

Derby Carillo, landsliðsmarkvörður El Salvador, byrjaði tímabilið sem aðalmarkvörður ÍBV en eftir dapra frammistöðu í 5-0 tapi gegn Stjörnunni í 2. umferð þá fékk Halldór tækifærið.

Halldór hefur þakkað traustið en hann hélt hreinu í 1-0 sigri á Víkingi R. fyrir rúmri viku og í gær hélt hann hreinu í 3-0 sigri á Víkingi Ólafsvík.

ÍBV fær ÍA í heimsókn í næsta leik á laugardaginn og Halldór verður áfram í markinu þar.

„Hann er sá sem er í markinu núna," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, um Halldór í viðtali eftir leikinn í gær.

„Á meðan hann stendur sig eins og hann gerir í dag þá er hann í liðinu áfram."

Halldór varði mark KFS í 3. deildinni 2015 áður en hann kom inn í leikmannahóp ÍBV í fyrra.

Halldór spilaði fimm leiki í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili og þessi ungi Eyjamaður byrjar einnig vel í ár.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Kristján þjálfara eftir leikinn í gær.
Kristján Guðmunds: Við settum tóninn bara strax í fyrstu sókn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner