Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. maí 2017 17:45
Elvar Geir Magnússon
Kroenke: Minn hlutur hefur aldrei verið til sölu
Stan Kroenke.
Stan Kroenke.
Mynd: Getty Images
Stan Kroenke meirihlutaeigandi Arsenal segir að sinn hlutur í félaginu sé ekki til sölu og hafi aldrei verið.

Í fyrsta sinn í 20 ár mistókst Arsenal að enda í topp fjórum í ensku úrvalsdeildinni og það er ólga í kringum félagið.

Rússneski viðskiptamaðurinn Alisher Usmanov sem á 30% hlut í félaginu er að reyna að eignast meirihlutann en Kroenke, sem á 67%, hafnar öllum hans tilboðum.

Stór hluti stuðningsmanna Arsenal vill sjá knattspyrnustjórann Arsene Wenger fara. Liðið verður ekki í Meistaradeildinni á næstu tímabili en getur lokið tímabilinu á titli. Á laugardaginn leikur Arsenal við Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner