Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 22. maí 2017 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Valur upp að toppnum eftir sigur í Reykjavíkurslag
Sigurður Egill gerði annað mark Vals og var öflugur í kvöld.
Sigurður Egill gerði annað mark Vals og var öflugur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Valur 2 - 1 KR
1-0 Guðjón Pétur Lýðsson ('14)
1-0 Óskar Örn Hauksson ('22, misnotað víti)
2-0 Sigurður Egill Lárusson ('45)
2-1 Tobias Thomsen ('82, víti)

Það var Reykjavíkurslagur í síðasta leik kvöldsins í Pepsi-deild karla. Valsmenn fengu KR-inga í heimsókn að Hlíðarenda.

Bæði þessi lið höfðu verið á ágætis róli fyrir leikinn í kvöld, Valur hafði ekki tapað leik og KR hafði unnið tvo í röð.

KR byrjaði leikinn af krafti, en fyrsta mark leiksins kom í fyrstu alvöru sókn heimamanna. Markið skoraði Guðjón Pétur Lýðsson eftir langt innkast. Haukur Páll Sigurðsson „flikkaði" honum áfram á fjærstöngina þar sem Guðjón Pétur var mættur.

Gestirnir úr Vesturbænum fengu tækifæri til að jafna stuttu síðar, en Óskar Örn Hauksson skaut í stöngina af vítapunktinum.

Kristinn Ingi Halldórsson fékk dauðafæri til þess að tvöfalda forystu Vals, en hann skaut yfir fyrir opnu marki. Þetta kom þó ekki í veg fyrir það að Valur tvöfaldaði forystu sína því Sigurður Egill Lárusson gerði það þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum

KR náði að minnka muninn þegar átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Þeir fengu aðra vítaspyrnu og nú var það hinn
danski Tobias Thomsen sem steig á punktinn. Hann skoraði af miklu öryggi og hleypti spennu í leikinn.

KR-ingar náðu þó ekki að jafna og lokatölur á gervigrasinu að Hlíðarenda í kvöld, 2-1 fyrir Val.

Valur fer upp að hlið Stjörnunnar á toppi deildarinnar með sigrinum, en KR er í sjöunda sæti með sex stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner