mán 22. maí 2017 08:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Simeone staðfestir að hann verði áfram með Atletico
Simeone verður áfram.
Simeone verður áfram.
Mynd: Getty Images
Diego Simeone vill vinna áfram sem stjóri Atletico Madrid.

Simeone hefur stýrt Atletico í sex tímabil með mögnuðum árangri, hann hefur stýrt þeim til sigurs í spænsku úrvalsdeildinni og komið þeim tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Hann er talinn mjög eftirsóttur hjá öðrum liðum og Inter á Ítalíu eru sagðir mjög áhugasamir um að fá hann, en Arsenal hefur einnig verið nefnt til sögunnar í tengslum við Simeone.

Hinn 47 ára gami Simeone staðfesti það við fjölmiðla eftir 3-1 sigur á Athletic Bilbao í gær að hann yrði áfram sem stjóri liðsins.

„Fjölmiðlamenn halda áfram að spyrja mig hvort ég verði áfram. Já, ég verð áfram. Vitiði af hverju ég ætla að vera áfram? Vegna þess að þetta félag á sér framtíð," sagði Simeone.

Atletico endaði í þriðja sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner